Ferðalagaminningarbókin mín að hugmynd Sigrúnar Þ

Í sumar þegar ég var hjá Sigrúnu sagði hún mér að hún hefði keypt bók til að skrifa ferðalagaminningar í. Við sátum nefnilega og ræddum um ferðalag sem hafði átt sér stað en mundum hvorugar eftir. Ég sagðist líka ætla að gera þetta.

Þar sem ég er engin föndurtýpa (þessvegna ekki leikskólakennari m.a.) og öll handavinna ferst mér ótrúlega ílla úr hendi, ákvað ég að gera þetta á sem einfaldastan hátt. En þar sem mér finnst myndir alltaf þurfa að fylgja með, eiga að vera myndir í minni bók.

Ég hef oft föndrað jólakortin sjálf en það er bara því að jólakortin í búðunum eru svo ótrúlega ljót að ég fæ samviskubit af að senda þau. En kortin mín eru álíka ljót eftir límið og vonlausu skærin en þau kosta bara töluvert minna en ljótu búðarkortin. Svo föndrari verð ég ALDREI. Enda er það lítið cool. Og á meðan ég man, fyrirgefið mér kæru jólakortavinir og fjölskylda… þetta verður ekki betra.

Aftur að ferðalagaminningarbókinni… ég fór niður í bókabúð til að versla bók. Sagði við konuna að hverju ég væri að leita… og hún sagði: „jaaa, skrapbog“.

Ég: „nei, ekki skrappbók“

Hún: „jú, ef þú ætlar að skrifa og líma myndir, þá ertu að meina skrappbók“

Ég: „nei nei ég er ekki að fara að skrappa…!, þetta á að vera „rejsemindebog“ sko“

Hún: „og munurinn er???“

Ég: „MIKILL…“

Og þar með áttaði hún sig á að kalla þetta ekki meira „skrapbog“ heldur bara BÓK.

Og ég keypti bók… það var bara ein bók í boði fyrir mig með harðri kápu og gormi. Hinar voru allar lilla, bláar, bleikar, grænar og í öðrum hræðilegum litum.

2013-10-17 12.48.30

Þessi er ágætlega gróf… og ekkert væmin.

Og af því að það er enn helgi þá er bara að fara að klístra þessum myndum inní þessa bók og krota smá texta með…

2013-10-17 12.51.03

Fallegt verður þetta seint en ferðaminningarnar verða skammt undan uppí hillu.

Og til að missa ekki coolið, ef fólk skildi misskilja og halda að ég sé að skrappa (sem ég er ekki að gera) ætla ég að vera með sólgleraugu…

2013-10-17 13.05.21

Orðin pínu þreytt á að eiginmaðurinn treður sér alltaf inná allar myndirnar mínar… líka inná snappið mitt! Fúsi, taktu þínar eigin myndir!

Þau ykkar sem þekkið gömlu heimasíðuna okkar vita að þar hafa legið hellingur af myndum… Ég tók til í gær… allt orðið e-ð svo úrelt… og myndirnar fengu að fjúka líka… oní skúffu. Sem sagt, þær eru þarna en bara faldnar. Ef ykkur langar að skoða… þá látiði bara vita og þið fáið vísbendingu 🙂 Og jú, öll börnin hafa stækkað svakalega!

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *