Plötuð upp úr skónum… aftur og aftur!

Ég er alltaf að lenda í því að láta plata mig og þá sérstaklega af sölumönnum.

Í sumar keypti ég mér hobby hlut í dýrara lagi í Elgiganten. Ég þurfti bara að skjótast inn og sækja græjuna (búin að ákveða mig) og ætlaði því ekki að tala við neinn. En afgreiðlsumaðurinn var lítill, hárlaus, með útstæðan rass og maga. Hann kjaftaði mig gjörsamlega í kaf og mér varð strax óglatt. Það er e-ð með mig og sölufólk augnlitis til augnlitis… ég meika það bara ekki. Ég endaði samt á að fara út með græjuna  OG tryggingu. Og alveg grútpirruð. Þegar ég kom heim, skoðaði F kvittunina og rak upp stór augu útaf tryggingunni… sem er náttlega algjör óþarfi því heimilistryggingin dekkar nákvæmlega það sama og sú sem ég lét plata inná mig.

An angry woman

Óþolandi algjörlega… þarna ákvað ég á staðnum að ef ég einhverntíma skil við F og þarf að finna mér annan mann, þá verður það ALDREI sölumaður.

Ég er reyndar snillingur í að stoppa símasölumenn á innan við 10 sek. Allt er miklu auðveldara þegar ekkert augnsamband er…

Síðan var ég í Helsam á fimmtudaginn… vantaði allskonar krem og annað stelpudót. Fórnarlambið ég lenti á smá trúnó við afgreiðslukonuna og alltíeinu er ég komin með 4 krem og 3 svampa í hendurnar og var að fara að borga. Þessir svampar áttu að gera kraftaverk frá toppi til táa. Skyndilega áttaði ég mig og setti 2 aftur í hilluna, ákvað að það væri ok að prófa einn fyrst.

Þegar ég er að borga spyr ég: „hvað er annars eiginlega í þessum svampi?“

Hún: „ekki neitt, þetta er bara svampur“

Ég: „get ég þá ekki alveg eins bara notað hreingerningarsvamp?“

2013-11-03 15.43.51

Hún: „nei, það er ekki það sama….“

Ég: „ok“ og borgaði bara.

2013-11-03 15.43.04

Þetta er svo svampurinn sem er bara svampur og vafinn um kraftaverk er byrjaður að læðast aftan að mér… Ég þakka Guði fyrir að ég keypti ekki 3 stk.

Fyrir örfáum árum fékk ég Salsa dellu og ætlaði að læra Salsa. Ég mætti samviskulega í Sönderborghús, alein með hinum aleinu ásamt nokkrum hjónum, þangað til ég nennti ekki að vera alein meira og nuddast utan í hinum aleinu. F harðneitaði að fara með mér. Hinum aleinu fannst ég vera þarna á fölskum forsendum. Ég hætti. En gaf þó ekki salsað upp á bátinn. Í hvert skipti sem ég var stoppuð af karlkyninu í Bilka eða á göngugötunni og boðið nýtt símafélag eða lægri rafmagnsreikningur eða ódýrara net osfrv., sagði ég bara: „ég skal kaupa ef þú kemur með mér í Salsa…“ Og þeir hlógu bara og snéru sér að næsta… nema einn… hann sagði „já“… og ég sagði „shit“ og hljóp í burtu. Hann var um tvítugt og upprennandi sölumaður.

Í gær keypti ég mér skó því að eftir 9 tíma skemmtun á föstudagskvöldið áttu fæturnir mínir skilið nýja skó. Það tók mig 3 mínútur að finna skóna og elti svo afgreiðslugaurinn að afgreiðsluborðinu. Þar segir hann: „viltu fá gegndreypingu fyrir 20kr svo að þeir séu tilbúnir til notkunar?“

Ég: „hmmm já takk“

2013-11-03 15.45.53

Síðan kom ég heim og fór að spá… ættu skór ekki að vera tilbúnir til notkunar þegar maður kaupir þá??? Þetta er eins og ef maður myndi kaupa buxur og væri alltaf spurður: „viltu fá tölu fyrir 10kall? Og rennilás fyrir 30kr?“

Ótrúlegt… og þetta eru ekki einu tilfellin… ég er drekkhlaðin af dæmum þar sem ég hef verið plötuð af sölufólki!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *