Heimsóknin

Í dag fékk ég heimsókn af þessum tveimur sem komu gagngert til að róta í dótinu mínu og greina gærkvöldið.

2013-11-02 16.45.56

Þær fundu þessi 2 sjöl sem ég prjónaði haustið 2004 þegar ég sat fastar vaktir á Geðinu í nokkra mánuði. Þær voru ekki innlagðar þá.

2013-11-02 16.45.44

Þær vildu kaupa sjölin mín en þótt ég væri búin að gleyma þeim og nota þau aldrei eru þau ekki til sölu fyrir minna en t.d. helgarferð til Rómar.

2013-11-02 16.45.07

Þeim fannst það heldur mikið fyrir þessi sjöl, en það er það ekki. Sjölin eru ekki eins (örlítill stærðarmunur) og það á engin svona. Þetta eru einstök sjöl með þónokkra sögu og frekar hlý. Sem sagt heilmikils virði… í það minnsta helgarferð eitthvert. Eða göngutúr upp á Kilimanjaro.

2013-11-02 16.45.49

Ekki nóg með að ég eigi fallegustu vinkonur í heimi… heldur skemmtilegustu líka! Ég er lukkunar pamfíll.

J-dagurinn var í gær og kvöldið var yndislegt í alla staði.

553120_10151741270556538_1661141557_n

Það var farið víða og allir voru í bænum…

2013-11-01 23.03.19

Reyndar er e-ð farið úr böndunum þegar BH stimpillinn er komin á hendina á mér…

2013-11-01 23.09.23

…og ég farin að drekka bjór innandyra!

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *