Það rokar í Sönderborg

Til hamingju ég; í dag hef ég upplifað mesta storm og mestu eyðileggingar í allri minni DK dvöl.

Ég sat róleg um 2 leytið og las í blaði þegar þetta líka rok rauk upp. Laufblöðin fuku útum allt og bíll sem greinilega ekki var í gír fór afturábak á sléttu bílastæðinu… reiðhjól sem voru í statívi lögðust á hliðina og voru þó enn í statívinu. Framdekkin bognuðu í L.

Við Svala vorum að keyra frá Augustenborg og „yfir“ fjörðinn og sjórinn gekk svona svakalega upp á veginn að það varð sjóveggur. Ég vildi stoppa og taka mynd en Svala sagði að það væri alveg útí hött þar sem það var rauður Falck bíll á eftir okkur (björgunarsveitin).

Við fórum niður í menntaskóla til Aldísar til að sækja hana og vinina. Þar voru 4 tré fallin.

1414742_10202486575072092_1930380317_n

Á leiðinni höfðum við séð stór og lítil tré liggjandi útum allt, götur voru lokaðar, umferðarljósin virkuðu á köflum og fólk í léttara lagi hélt sér í ljósastaurana. Einnig voru þaksteinar liggandi hér og þar, hjól, spítur og allsskonar drasl útum allt. Rafmagnið hefur verið af og á í Sönderborg allan seinnipartinn.

2013-10-28 17.29.04

Þegar við keyrðum annarri vinkonunni heim, blasti við okkur gat/göt á þakinu á húsinu við hliðina á hennar og trégirðingin á milli húsana var var í henglum. Ruslatunnan lá á hliðinni og Jägermeisterflaskan frá um helgina lá í miðri innkeyrslunni.

Almennt í landinu hafa Beltisbrýrnar og Alssundsbrúin okkar verið lokaðar, því vöruflutningarbílarnir velta og hliðarrúður brotna inní bílana.  Fjónn er einangraður og fólk kemst ekki heim úr vinnu hvorki til Sjálands né Jótlands. E-ð af flugi liggur niðri, lestarnar eru stopp og bílaraðirnar skipta tugum km. Einn maður er dáin, kona liggur alvarlega slösuð og margir hafa fengið beinbrot.

Í Sönderborg mældist mesti vindur 43 m/sek og útá Kegnæs (30 mín lengra út á eyjunni) mældist hann 54 m/sek. Það er met. Löggan biður fólk um að halda sig inni því það eru þaksteinar, greinar/tré og rafmagnslínur fljúgjandi í loftinu. Bláu ljósin voru útum allan bæ þegar við vorum á ferðinni, bæði sjúkrabílar, slökkviliðs og „rednings“bílarnir og löggan.

Þegar við komum heim fórum við smá tiltekt…

2013-10-28 15.30.41

Hin ruslatunnan lá annarsstaðar…

 

IMG_0901

Í fyrsta skiptið sem tré brotnar í garðinum okkar…

IMG_0906

Okkur langaði að skipta um skjólvegg…

IMG_0927

Nágrannarnir voru öllu óheppnari og hafa skrúðhúsið, gróðurhúsið, trampolinið og snúrustaurinn látið í minni pokann fyrir rokinu… Hef boðið mig fram í glerbrotatínslu á morgun.

IMG_0932

Svala varð fyrir mesta tjóninu af okkur… sprunga í gluggakarminum og gardínan krumpuð! Við erum hamingjusöm með þetta litla tjón.

IMG_0914Þegar maður þarf, þarf maður… óháð veðri!

p.s. gullkorn dagsins á Svala: „Þegar rokar svona rosalega…“

p.s.s. Svala tók instagramvideo þegar við vorum á rúntinum… tjekkið á því því hún lagði mikið á sig og fór útúr bílnum niður á höfn…

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *