ótrúlega viðburðarmikil helgi að líða undir lok…

Helgin mín í punktformi… sem er svo einfalt og hentugt þegar maður er meira takmarkaður en venjulega.

  • Föstudagskvöld kl 22:40 hófst leitin að lyklunum mínum (hús, hjóla og vinnufataskáps). Öllu var snúið við og allir jakkar þuklaðir. Endaði eftir 10 mín leit, á að grípa bíllykilinn frekar fúl, vitandi að ég væri orðin of sein í vinnunni. En þegar útí bílskýli var komið, blöstu lyklarnir við mér í hjólakörfunni. Þarna höfðu þeir leigið í litla viku… svona fór ég nú mikið út úr húsi í síðustu viku!

2013-10-27 20.27.18

  • Síðustu nótt færðist klukkan afturábak. Ég var í afslöppunarástandi þegar hún byrjaði og ákvað að taka tímann á hversu langan tíma það tæki fyrir tímann að fara afturábak um einn tíma. Hávaðinn var frekar mikill, þar sem það voru um 4 klukkur í nágrenninu. Ég missti einbeitninguna eftir 4 mín… en eftir þó nokkra útreikninga ætti þetta ferli með breyta sumartíma yfir í vetrartíma að taka um 11 mín.
  • Í morgun var ég svo spræk eftir næturvaktina að ég tók Vask með mér í skóginn. Þetta var kyrrlátur, ferskur, litríkur, hlýr og skemmtilegur túr. Það nennir aldrei neinn að vera upp í fjöllunum í skóginum svo þar er nóg pláss fyrir rakettuhundinn minn.
  • 2013-10-27 07.58.27
  • Þegar ég fór á fætur í dag, rétt náði ég að bursta tennurnar og var svo sótt í yfirhalningu í andlitinu.  Þegar það var búið sótti eiginmaðurinn mig og stoppuðum við fyrir utan Kaupfélagið.

Ég: „farð þú inn, ég get ekki látið sjá mig svona og með hárið í allar áttir…“

Hann: „hey, ég get heldur ekki farið inn…“

Ég: „afhverju???“ (Karlmenn hafa bara sjaldnast gildar afsakanir)

Hann: „ég er í joggingbuxum, frönsku kartöfflusokkunum og inniskóm…“

Ég tapaði!

  • Ég er byrjuð í prjónaskapnum aftur og alveg komin á fullt skrið… á þremur sólarhringum er ég búin með svona mikið af einni ermi!

2013-10-27 20.31.42

Geri aðrar betur. Ætla að massa prjónið í vetur og taka þátt í hannyrðingasýningunni í vor sem verður haldin á vegum prjónaklúbbsins. Staður og stund er óákveðin en framleiðslan á eftir að slá öll met!

  • Íslensku fréttirnar með Landann í dessert er orðin frekar fastur liður á sunnudagskvöldum. Í kvöld var verulega broslegt að sjá Sigmund og Bjarna tala. Eða broslegt og broslegt… þetta er háalvarlegt mál, þessi íslenska politik og líklega fátt broslegt við hana… þeir minntu mig bara svo á Skapta og Skafta!
  • Annars er ég í rómantíska horninu í kvöld og er með þetta á repeat ásamt kertaljósi…

httpv://www.youtube.com/watch?v=OV5_LQArLa0

Held að ég hafi verið Liverpool aðdáendi fram að 6 ára aldri en þá tókst 3 ára yngri bróður mínum að snúa mér yfir til Man. Utd.

  • Annars á F gullkorn kvöldsins (hef lofað að nefna hann sem minnst í mínu cyber reality lífi framvegins)… „hvað heitir íslenska lagið aftur… ofboðslega fallegt???“ Já lesendur góðir… hvað heitir lagið???

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *