Gestablogg… Vaskur bloggar: Áfallið!

Hæ allir…

Ég varð fyrir þvílíkri upplifun eða réttara sagt áfalli hérna fyrir örfáum dögum. Eigandinn minn, húsfreyjan var að ryksuga og ég fylgdist grannt með. Fylgdi henni hvert fótmál og horfði á eftir ryki og öðrum líkamsleifum af mér hverfa hratt og örugglega inní ryksuguna. Síðan gerist eitt mjög óvænt… blár hlaupasokkur hverfur eins og elding inní ryksugustútinn. Hvorugt okkar hafði engan sjens á að bjarga honum, þetta gerðist svo hratt. Hún slökkti á ryksugunni og horfði á hana, sagði orð eða setningar sem ég skildi sama og ekkert í, kveikti svo aftur og hélt áfram. Þótt ég hafi ekki hundsvit á svona löguðu þá veit ég þó að þessi blái er örlítið verðmætari en allir þessir óteljandi svörtu.

Ég þekki hana orðið það vel að ég veit henni finnst innihaldið úr ryksugupokum frekar hræðilegt og myndi hún seint spretta einum slíkum upp fyrir sokk eða annað álíka minniháttar.

Allavegana, þá ryksugaði hún eins og hún ætti lífið að leysa, hamaðist á mottunni og tók síðan slepjulega, hálfblauta skúnkinn minn, hélt um afturendann á honum og setti hann inní stútinn. Ég hundtruflaðist!!! Ég varð lafhræddur þarna sem ég stóð og horfði á skúnkinn (einn af mínum bestu vinum) prrurrast með allan búkinn nema lappirnar inní stútnum. Auk þess skildi ég ekki þessa aðgerð; hún sagði að það hefðu verið svo mörg hár á honum, auk moldar úr beðinu (ég hafði tekið hann með út í garð stuttu áður).

IMG_0653

Þarna sjáið þið skúnkinn og mig… ímyndið ykkur bara hvernig það hefur verið fyrir hann að prrurrrast inní ryksugunni?!?

IMG_0644

Ég varð bara að róa taugarnar með því að taka eitt geisp… enda með flottustu tungu í heimi! (hundar róa sig með geispi).

Ég reyni eftir bestu getu að bera virðingu fyrir þeirra dóti og þá finnst mér lágmarkið að þau murrki ekki lífið úr mínu dóti.

IMG_0660Og ég passaði extra vel upp á vin minn í heillangan tíma (ca. 30 sek) á eftir…

Og svo datt mér í snjallræði í hug… það er alltaf þannig að ef einhver gerir e-ð á annars hlut, verður sá einhver að bæta fyrir það með því að gera e-ð gott fyrir einhvern!

Ég hálfblikkaði frúnna og sagði, hey… hvað með göngutúr?

IMG_0638

Veðrið var æði og við fórum til ævintýratjarnarinnar þar sem svo margt er hægt að gera fyrir hvolp eins og mig.

IMG_0736

Ég fann risa drumb í vatninu en get ekki synt í þessu því endurnar skíta þarna. Sem betur fer var Svala með og gat hjálpað mér!

IMG_0741

Þarna fékk ég útrás og hafði lengi tekið gleði mína á ný! Allt er löngu gleymt og ég held ég sé bara hæfilega hamingjusamur hundur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *