Þriðjudagur til þrautar ásamt íþróttameiðslum, sól og þvotti…

Þið hafið kannski undrast og eftilvill beðið eftir fleiri æfingarvideoum í dag en viti menn… ég hef orðið fyrir íþróttameiðslum…

Við eina æfinguna átti aðstoðarmaðurinn að hjálpa mér upp að standa á höndunum og átti í einhverju bagsli með það, svo hann notaði báðar hendur og eitt hné til að koma mér yfir þennan miðjupunkt sem hann segir að ég þurfi að fara yfir. Og í því að hann beitir öllum sínum kröftum í handleggjum og hné, rekur hann hnéð svona svakalega í framan á legginn á mér, rétt fyrir ofan ökkla. Núna er bara stór kúla, svona ca á stærð við hálft epli í minna lagi. Hef ekki tekið mynd af henni þar sem hún sæist tæplega á mynd, en ef þið eigið leið framhjá, er ykkur velkomið að koma og strjúka eftir henni.

Aukþess er stór hluti fjölskyldunnar fárveikur… öll blóm eru afþökkuð en gjafir og annað góðgæti myndi engin af okkur segja nei við. Ef við lifum þetta ekki af, eru blóm velkomin í kirkjuna (hvað er fallegra en blómahaf í jarðarförum?) og gjafir, góðgæti og annarskonar stuðningur væri vel þegin við eftirlifendur.

Annars nokkrar upplýsingar um tilveruna mína sem þið getið ekki verið án…:

  • Í síðustu viku vorum við öll í fríi, prinsinn af Wales var hjá okkur ásamt óteljandi gistandi og borðandi unglingum. Við elduðum, bökuðum og þvoðum þvott stanslaust. Ásamt því að allmargar tölvur keyrðu látlaust, ásamt sjónvarpinu, útvarpinu, ljósum og lömpum. Þegar Fúsi tékkaði á rafmagnsappinu í gær, sá hann að rafmagnsnotkun fyrir viku 42 var 40% hærri en fyrir venjulega viku. Ég myndi henda þessu appi út… svona upplýsingar vill maður ekki fá!
  • Ég þrjóskast við og held áfram að hengja þvottinn minn upp úti… nágrannafrúin er löngu hætt segir hún. Ég er bara svoddan antiþurrkaraisti.

2013-10-22 12.04.01

Þetta er mitt framlagt til minni CO2 mengunar… eða e-ð.

Það eru nokkrar reglur sem Vaskur verður að fara eftir, t.d. er ein sú að hann má ekki fara útum kjallarahurðina og er honum alltaf sagt að bíða á meðan ég fer út með þvottinn.

2013-10-22 12.02.20

Hann gegnir næstum… hann verður bara að sjá hvað er að gerast!

  • Ekki hef ég tékkað á hvernig viðrar á fróni og ekki er meiningin að svekkja neinn en… hér er um 17 stiga hiti, sól og blíður andvari.

2013-10-22 13.21.58

Elska hreinlega að sitja úti, drekka kaffi og borða fisk og epli af trénu mínu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *