Arnehöj… paradísin í skóginum!

Stormurinn Bodil hefur gengið yfir Danmörku í mest allan dag og enn eru samgöngur í lamasessi. Við höfum sem minnst farið út í dag, Aldís skrópaði, Svala gerði ritgerð heima, margauglýstu kennslunni minni var aflýst vegna Bodils en Fúsi mætti í vinnuna. Vaskur hefur farið í 2 örstutta göngutúra, pissað 3svar, leikið sér með bolta og eyðilagt annan bolta sem var bolti í aðeins 90 sek. Í dag bökuðu ALLIR facebook vinir mínir í DK smákökur… Á Íslandi var ÖLLUM kalt. Og 1. desember voru ALLIR facebook vinir mínir að jólast og mest í aðventukrönsum.

Stormurinn Bodil… dettur einhverjum annað en „Bodil“ í hug? 

download

Ég er búin að vinna með einni Bodil í 3 1/2 ár og dettur enn „Bodil“ í hug.

Ég held að skógurinn hafi ekki farið eins ílla útúr storminum í dag eins og í oktober.

Við förum reglulega í skóginn og helst á staði þar sem engin er. Uppáhaldsstaðurinn minn undanfarna mánuði eru grænir hólar. Þar getur Vaskur hlaupið um og leikið sér án þess að trufla aðra því það eru aldrei aðrir þarna. Þessir hólar eru líka þrælmerkilegir…

2013-11-24 12.55.24

Við fórum oft sem áður í göngutúr og fengum síðustu sólargeisla dagsins. Aðeins til vinstri á myndinni sést tré sem rifnaði upp með rótum í oktober.

2013-11-24 12.59.41

Staðurinn heitir Arnehöj og þessir hólar eru 1800-1000 ára gamlir fyrir krist!!! Rétt örlítið yngri en Keops pýramídinn! Þetta eru höfðingagrafir.

2013-11-24 12.59.51 2013-11-24 13.00.48

Og á ensku fyrir þá sem skrópuðu í dönsku í gamla daga.

2013-11-24 13.08.03

Mér finnst þetta yndislegur staður… svo friðsæll og grösugur.

2013-11-24 13.11.25

Og Vaskur nýtur sín til fulls við að hlaupa upp og niður hólana.

Í haust fór ég með Vask í göngutúr beint eftir næturvakt og tók að sjálfsögðu mynd sem er hér

2013-11-24 13.19.52

Hugsið ykkur… þarna hvíla gömlu höfðingarnir og annað fólk!

Við fengum gesti um daginn… fólk sem okkur þykir óendanlega vænt um og því var tilvalið að fara með þau á aðalferðamannastað Sönderborgar þar sem engir ferðamann eru.

1426603_10152031789405682_2095179_n

Þessi mynd er reyndar tekin annarsstaðar í skóginum, á stað sem öll tré eru heil. Jói vildi ekki hafa brotið tré með á myndinni. Sakna þeirra einum of… er mikið að spá í að bjóða Sigrúnu og fleiri vinkonum í 2ja vikna frí á morgun til Afríku og klífa Kilimanjaro… held ég sé með þetta fjall á heilanum… Þarf að komast í einhverja hæð… hærri en 5. hæð á sjúkrahúsinu!

Það sem við gerðum annars merkilegt í dag var að tala um fæðingar við kvöldmatarborðið og sagði F að að fæða væri svipað og kúka kornflekspakka… ég hef líklega fengið of mikið hlátursgas á Aglastöðum í denn því minningin er allt önnur!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *