Hver kíkir í pakkann?

Eftir amma flutti í Egilsstaði hjálpaði ég henni stundum að pakka inn jólagjöfum því hún gat það ekki sjálf. Hún sat þétt upp að mér og fylgdist með. Greip inní þegar á var þörf og kvatti mig áfram. Ég klippti, pakkaði og límdi.

Amma: „vina mín, settu meira límband á endann…“

Amma: „svona gæska, límdu betur að ofan…“

Amma: „svona, límdu þetta betur að neðan..“

Amma: „límdu þetta nú almennilega!“

Amma: „hvað er þetta, það er óþarfi að spara límbandið…“

Það þýddi ekkert að mótmæla límbandsnotkuninni og pakkarnir enduðu með meira límband en pappír. Mér fannst þetta alltaf svo broslegt og það krafðist styrks að opna pakkana frá henni sem ég hafði sjálf límt saman á aðfangadagskvöld.

Mamma er allt öðruvísi. Hún hefur ekki notað límband síðan 1998. Held að hún þjáist af límbandsfælni… kannski eftir að hafa lennt í pökkunum frá ömmu.

Í hvert skipti sem ég læt vita að pakkarnir séu komnir, fer mamma í panik og húðskammar mig fyrirfram fyrir að kíkja í pakkana. Ég hef í alvörunni ekki kíkt í pakkana síðan 2002. En þar sem mamma notar EKKERT límband, eru pakkarnir alltaf meira og minna opnir þegar þeir komast á leiðarenda. Við kunnum á þetta og erum alltaf viðbúin. Þegar kassinn er opnaður, lokum við augunum og þreifum á ástandinu… tilbúin með límbandið.

Í ár komu pakkarnir um daginn… og eftirfarandi símtal átti sér stað…

Mamma: „var allt í lagi með pakkana?“

Ég: „já, alveg í fínu, það var samt e-ð krem tekið úr Svölu pakka…“ (þetta kom með handfarangri)

M: „ó… en þú mátt ekki kíkja í pakkana…“

É: „nei nei“

M: „en spælandi þetta með kremið…“

É: „fæ ég ekki líka krem? Get ég ekki bara sett það í Svölu pakka?“

M: „ÞÚ MáTT EKKI kÍKjA í PaKkANa!!!“

É: „ok… fæ ég semsagt krem…?“

M: „nei reyndar ekki… en HÆTTU að KíkJa Í pAkKAnA!!!“

É: „er ekkert að kíkja…“

M: „Ok, En EKKI kíkja!“

2013-12-07 17.20.05Ég hef haft augun lokuð síðan þessir komu í hús… hvorki límband né band! Nú toppaði móðir mín allt í sambandi við opna pakka!

Aldís var að fara í afmæli til vinkonu sinnar og hún hefur greinilega erft pökkunarhæfileika og límbandsgleði langömmu sinnar…

2013-12-07 17.23.42

Annars var ég lukkunarpamfíll um daginn… haldiði ekki að það hafi alveg óvænt fokið kosningaspjald inní garðinn minn…

Veit ekki alveg hvar er best að hafa það?

2013-12-10 19.14.17

Kannski fyrir ofan sjónvarpið?

2013-12-10 19.21.11

Eða fyrir ofan rúmið?

Eða á rúminu?

Trackbacks & Pings

  • Þorláksmessan… « Alrunarblogg :

    […] ég kíkti ekki… mamma límdi svo kyrfilega fyrir þá í ár. Í fyrsta skipti í mörg ár! (Hún hefur ekki gert það hingað til). En ég veit líka hvað fæ ég frá pabba. Hann er löngu búin að tala af sér -ég fæ Helga […]

    10 ár ago

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *