Aðventustritið…

Það sem ég hef ekki áorkað í dag… á mínum langþráða frídegi…  slíkt hefur ekki sést á nálægum býlum 2013!

Byrja á byrjuninni…

 • kl.t. göngutúr með Vask
 • pakkað inn þegar keyptum jólagjöfum
 • út að taka jólakortamynd (tók 7 mín)
 • búið til konfekt
 • 2013-12-12 19.04.13Vaskur snyrtur og stælaður fyrir myndatöku
 • tekið til í öllum fataskápum, sorterað og farið með í söfnun
 • farið og verslaðar jólagjafir (tók 3 tíma og 16 mín. Burðardýrið var orðið sótrautt… ekki mér að kenna… það þarf að gera þetta!)
 • tekið til í húsinu
 • loft og veggir þvegnir
 • farið með Vask í göngutúr
 • aLLT skúrað
 • búið til meira konfekt
 • 2013-12-12 19.07.09elduð nautasteik í matinn
 • frystikistan afþýdd
 • skroppið í kaffi til nágrannanna
 • búinn til prófíll fyrir Vask á dogdating.dk
 • pakkað inn þeim jólagjöfum sem voru keyptar
 • búið til meira konfekt (frekar mikið mál þessi konfektgerð… er algjög byrjandi!)
 • 2013-12-12 19.04.28spilað við fjölskylduna
 • búin til kerti
 • tekið til á háaloftinu
 • borðaðar smákökur
 • gardínurnar þvegnar
 • kveikt á kertum og talað saman
 • bíllinn þrifin
 • þvegnar 6 vélar af þvotti
 • pakkað inn fleiri jólagjöfum
 • 2013-12-12 21.53.26Við vorum í rómantíska gírnum núna… í anda Söstrene Grene.

Annars er ég frekar uppgefin eftir þetta strit í dag… ætti skilið að blanda mér í glas. Hefði samt þurft að taka gluggana að utan því við vorum svo óheppin að stormurinn Bodil kom 3 dögum á eftir Danna Glugga um daginn. Geri ráð fyrir að flestir muni eftir Danna Glugga síðan í mars… en fyrir þá sem eru nýjir, þá er Danni Gluggi gluggaþvottamaðurinn minn og lýtur ca svona út…

images

Ég er svo ótrúlega ánægð með hann… hann er mjög vandvirkur.

Ég orka ekki þessa glugga í myrkrinu í kvöld svo ég blandaði mér bara í glas.

2013-12-12 18.57.23

Malt og appelsín… jólin eru að koma! Hlakka til næsta frídags… þá get ég gert helmingi meira…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *