Og það var gelt í sveitinni.

Einn gráviðrisdaginn í sveitinni var ákveðið að kalla til dýralækni og gelda tryppið. Ég bauð mig fram til aðstoðar enda með óhemju reynslu af geldingum af ýmsu tagi. Ekki síst frá barnæskunni þar sem ég aðstoðaði Jón dýra aðeins 5 ára gömul með því að rétta honum tangirnar. Þá var ég með tvær ljósar fléttur, tannlaus og í gúmmiskóm. 1-IMG_7610Núna horfði þetta aðeins öðruvísi við en reynslunni bjó ég að.

1-IMG_7641Við mamma svæfðum með sveitasöng.

1-IMG_7646Mamma sá um að fallið yrði sem best og Fúsi var settur á myndavélina. Þótt honum finnist myndavélin vera flókin og pirrandi, vildi hann frekar vera á bak við hana heldur en nálægt tryppinu. Hann er sannfærður um að hestar séu tilbúnir að sparka þegar þeir hvíla aðra afturlöppina og sofa. Hann er líka sannfærður um að hesturinn snúi öfugt en ekki hnakkurinn! Honum finnst einnig afar óþægilegt að fara á bak á hryssu, því hann vill meina að allir hestar hoppi upp á hana. Já, svo hann tók bara myndir þennan dag.
1-IMG_7649 Ég kláraði að svæfa með sömu aðferð og á gjörgæslunni… ró og aftur ró, ásamt einni og einni stroku.1-IMG_7651Síðan þurfti að snúa. Því er ég líka vön í vinnunni.

1-IMG_7653 Tryppið var fjötrað eins og lög gera ráð fyrir. Það gerum við reyndar ekki á gjörgæslunni en hinum megin við landamærin og suður eftir Evrópu eru böndin ekki spöruð. 1-IMG_7654 Ég lifði mig algjörlega inn í starfið… fylgdist grant með öndun og púls. 1-IMG_7674Þessi dýri var með sína eigin aðstoðarkonu með sér… Ekki fékk ég hanska þegar ég var fimm ára!!!
1-IMG_7683Stöðvið blæðinguna… maður ætti eiginlega að skaffa sér svona tangir og hafa í veskinu sínu ef maður kæmi að blóðugu slysi. 1-IMG_7685Þegar ég var krakki, fann ég alltaf til með tryppunum í geldingunum og fannst hljóðið þegar klippt var á strengina voðalega brakandi e-ð. Í dag finn ég enn meira til með tryppunum en finnst hljóðið ekkert slæmt, enda bara svipað og þegar klippt er á naflastrenginn á milli móður og barns… bara mikið hærra.
1-IMG_7691Í gamla daga var taglstíft til að þeir myndu ekki slá taglinu í sárið. Seinna fóru menn að flétta. Þegar ég var smástelpa átti mamma alvöru frúarhest. Norðlenskan, dökkjarpan gæðing sem hét Sörli og sem fylgdi með henni frá Seyðisfirði. Eitt vorið þegar búið var að gelda og taglstífa öll tryppin á Tókastöðum, fór ég út með skærin… Móðir mín varð æf af reiði -eiginlega alveg kolbrjáluð, þegar hún sá Sörla sinn kroppa gras fyrir utan eldhúsgluggann, taglstífðan alveg upp að stert! Það sumarið var ekki farið í marga reiðtúra á frúarhestinum Sörla með öðrum hestamönnum.

Í dag er ekkert klippt og litla tryppið var vakið „stille og roligt“ eins og gert er á gjörinu.

Kveðja úr sveitinni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *