Hólmatindur (985m)

Sigrún ákvað að taka sér húsmæðraorlof og heimsækja mig austur. Ég mátti ráða hvað við gerðum náttúrulega séð. Ég stakk upp á Hengifossi og baði í náttúrulaug því ég var eiginlega búin að gefa tinda og stærri fjöll upp á bátinn vegna snjós, óvenjulega slæms forms og kvefs. Kvefið hef ég líklega fengið vegna þess að ég gleypti svo mikið loft á yfirferðartöltinu í reiðtúrnum um daginn. Sigrún skrapp á Neskaupsstað á meðan ég skrapp til Reykjavíkur á þriðjudaginn og um kvöldið hringdumst við á til að ræða miðvikudaginn nánar. 1-IMG_8224

Sigrún sagðist hafa keyrt fram hjá Hólmatindinum og að hann væri snjólaus, hvort við ættum ekki bara að skella okkur á hann? Ég sagði auðvitað bara já, tindur í aðsigi og aldrei læti ég gæs sleppa úr greipum mér! Spurði samt hversu langan tíma þetta tæki, því ég varð að vera komin heim kl. 18 til að sturta mig fyrir matarboð. Sigrún sagði að Einar Eskfirðingur segði að þetta væri svona 2ja tíma ganga. Ok flott… líkamlega ástandið ræður fínt við það. Hef nefnilega skrópað í öllum íþróttum síðan ég kom heim til DK í byrjun maí og er því líkust apríkósumarmelaði að mestu leyti.

Sigrún bað mig síðan um að gúggla þetta fjall aðeins til að við myndum ekki bara æða einhverja vitleysu. Ég gúgglaði og það eina sem ég fann var: „krefjandi ganga“. Fann hvorki leið, tíma né lengd.

Fór samt af stað í gærmorgun og sótti Sigrúnu niður á Neskaupsstað… og þar setti Dýrunn forstjóri Olís á Neskaupsstað, okkur í samband við sjóðheitan Eskfirðing sem vissi manna mest um tindinn. Hann sagði að þetta væri minnsta mál, að við ættum bara að fara upp hjá Sómastöðum, yfir á og upp hægra megin við gilið… og að tindurinn myndi líklega rífa þetta ský af sér. Við sáum viljandi ekkert ský.

1-IMG_8227Við fórum yfir beljandi og straumharða ánna

1-IMG_8234og klifruðum upp hægra megin við gilið.

1-IMG_8240Þegar við vorum komnar upp brattasta hjallann, hlutum við að vera komnar. Nei nei… þá blöstu við fleiri hjallar, bríkir, eggjar og brúnir.
1-IMG_8250Sigrún hringdi í þennan heita sem heitir Sævar leiðsögumaður (við höfum ekki séð hann en röddin var nokkuð góð) og spurði hvort við værum ekki að verða komnar??? Hann svaraði að Hólmatindurinn væri töluvert hærri en Sómastaðatindurinn beint á móti okkur…

1-IMG_8241Þannig að við áttum töluvert eftir…

1-IMG_8262Það eina í stöðunni var að hoppa yfir læk og halda áfram…
1-IMG_8267…alveg upp í fönn. Við vorum vel útbúnar -með úlpur og nesti. Öxi, broddar, reipi, sög og legghlífar er ofmetin útbúnaður og ekkert sem við stelpurnar nennum að dröslast með.
1-IMG_8273Enn gnæfði Sómastaðatindurinn yfir okkur! 1-IMG_8280En þá gerðist það… það glitti í eitthvað! Eitthvað hinu megin!
1-IMG_8282 Við vorum komnar upp á eggjarnar.1-IMG_8286Já, eiginlega bara komnar! Við vorum nú ekki lengi að þessu! 1-IMG_8288 En allt var svo bratt… 1-IMG_8289Svo skelfilega bratt! Það er ekki hægt að taka mynd af bratta… hann verður að upplifast. 1-IMG_8292 Ef litið var fram hjá brattanum sást alveg yfir í Hérað… Gott ef þetta er ekki bara Fellaheiði þarna á milli? 1-IMG_8294Þegar ég stend svona á egginni fæ ég ekki bara fiðrildi í magann, heldur stjórnlausa krampa í vissa staði. Fatta ekki afhverju ég geri þetta… átti erfitt með að sofna í gærkvöldi því ég var síhrapandi! 1-IMG_8305 Síðan var að finna sjálfan tindinn og ekki var það brattinn sem þvældist mest fyrir okkur, heldur drullan… það er rosalega blautt þarna uppi. 1-IMG_8309 Þetta hlaut að vera tindurinn… 1-IMG_8330 Og mér fannst allt svo fallegt og hrikalegt og smellti og smellti… en það er ekki nóg, þeir sem eru færir í svona göngu ættu að upplifa þetta. 1-IMG_8332Sigrún fékk nóg af glæfraskapnum í mér og neitaði að bíða… henni fannst ég „óþægileg.“

1-IMG_8333 Ja, hún hvarf bara… 1-IMG_8338 Við ákváðum að tæknilega séð gæti verið örmjótt og hyldjúpt gil þarna undir snjónum… en tókum sjensinn og fórum yfir. Þetta hélt okkur, einni í einu. 1-IMG_8339Ég væri alveg til í að eyða svosem 2 dögum í tjaldi þarna uppi… í góðu veðri takk.  1-IMG_8345 Já, nú vorum við loksins komnar upp fyrir hinn tindinn að því virtist.1-IMG_8346

En… akkúrat þarna féllust okkur örlítið hendur… þarna í fjarska var varðan og Hólmatindurinn. Við höfðum enga hugmynd um hversu langt þetta var. 1-IMG_8351 Við næstum hlupum og beint í gestabókina… við vorum gangandi gestir nr. 2 þetta sumarið. Já nei, þetta er engin túristagata eins og Esjan. Þetta er alvöru!1-IMG_8370 Og brattinn fylgdi okkur. 1-IMG_8375Og fegurðin líka! 1-IMG_8376 Sigrún dróst aftur úr… hún er þarna lengst í fjarska. 1-10382353_10152523218670682_7001810191921967217_oÁ meðan kom ég mér fyrir á ystu nöf. Sniðug… þurfti að fara kollhnís afturábak því ég gat ekki snúið mér við -öll hreyfing lét mig frjósa úr skelfingu. Setningar eins og: „þú getur þetta Dagný“, „þú ert svo dugleg Dagný“ og „þú stendur þig svooo vel Dagný“ hljómuðu fyrir aftan mig… 1-IMG_8380 Þessi hræðilega nöf… hvernig mér datt í hug að bíða þarna eftir Sigrúnu er mér hulin ráðgata.1-IMG_8386Þarna er Reyðarfjörðurinn með öllum sínum fjöllum og Sigrúnu.
1-IMG_8403

 

1-IMG_8405Náttúran reynir að skyggja á álverið…
1-IMG_8407

1-IMG_8409Ég reyndi að renna mér niður en var/er of þung. 1-IMG_8414Mig langaði að hlaupa niður en Sigrún vildi meina að það væri of bratt… sérstaklega þar sem ég gat ekki snúið við og þurfti að labba afturábak til baka… held hún hafi haft rétt fyrir sér. 1-IMG_8415Þarna blasir Sómastaðatindurinn við sem er töluvert lægri en Hólmatindurinn en sá er 985m. Þessi ganga tekur aðeins meira en 2 tíma. Við vorum 3t og 45 mín upp (inní því er ein 15 mín matarpása) og 2t niður. Uppi var ca. 15 mínútna stopp. Mæli með þessum tindi og myndirnar sýna ca. 1/10 af því sem augað sér.

p.s. Ég kom 20 mín of seint í matarboðið.

 

2 Responses to “Hólmatindur (985m)

  • Helena
    6 ár ago

    Vá hvað þetta er geggjað – þið eruð algjörir meistarar!!

Trackbacks & Pings

  • Árið 2014 « Alrunarblogg :

    […] af færslunum síðan þá var gangan á Hólmatind. Innihélt alveg helling af myndum, sáralítinn texta og fékk held ég bara flest like´s af öllum […]

    9 ár ago

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *