Hvað er í matinn?

Þegar ég er á 12 tíma dagvöktum í vinnunni um helgar, byrja ég að hugsa um kvöldmatinn strax eftir kl. 13.00. Já, fljótlega eftir að ég borða hádegismatinn. Hvað skyldi Sigfúsinn elda handa uppgefinni eiginkonunni sem hefur í 12 tíma, barist fyrir lífi annarra? Það eru mörg ár síðan ég setti upp kröfur um almennilegan mat við heimkomu kl. 19.00. Og það hefur oftast staðið, kannski því ég minni reglulega á mig. Sendi sms og spyr!2014-07-29 12.00.282014-07-29 12.00.41

Já nei, ég lýg því ekki… hann lét Þór vin sinn skutla sér í Lyfju á Laugarveginum á miðnætti á föstudagskvöldi til að kaupa hóstasaft… Konan í DK og þá var bara að detta íða! Á rúntinum eftir Laugarveginum með hóstasaft! Fyrir þá sem ekki vita, hefur Sigfús ekki drukkið síðan 2. ágúst 2000. Ekkert áfengi… nema hóstasaft!

Og þetta með fiskfarsið… honum gæti hæglega dottið þetta í hug… og fundist það allt í lagi! Ég náttúrulega snarbilast í hvert skipti sem svipað gerist! Æði um eins og óður, mannýgur hrútur í alltof lítilli krubbu. En viti menn, þetta kvöld, þarna á laugardagskvöldið síðasta, hafði elskulegur eiginmaður og húsbóndi til næstum 22 ára, grillað handa mér naut, ofnsteikt kartöflur og hitað ódýra og hryllilega vonda whisky sósu úr pakka. Ég sagði ekkert við sósunni -fyrr en í dag.

Annars gengur hjónabandið bara ágætlega þessa dagana, þrátt fyrir leynilega hóstasaftsdrykkju þurrlagðar eiginmannsins. Hann bað mig reyndar, rétt í þessu að klóra sér í flugnabiti á sköflungnum… ég sagði að það væri engan vegin í mínum verkahring. Hann sagðist ALDREI ALDREI ALDREI vilja koma slasaður né veikur inn á borð til mín sem hjúkrunarfræðings! Hann ætlar að leggjast inn í næsta bæ.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *