Haldið upp á 2. sætið í mínum aldursflokki með því að fara á fyllerí!

Haldiði ekki að það margborgi sig að selja hlaupanúmer sem maður, í fljótfærni, fjárfesti í? Sá sem keypti heitir Rúnar og er greinilega léttari á sér en ég.

Ég sagði að þetta væri gott númer…

2014-08-23 13.43.46

Nr. 2 í mínum aldursflokki. Nr. 9 af öllum konunum… Svei mér þá, ég hef bara aldrei staðið mig svona vel og hlaupið á þessum hraða! Finnst ég vera með harðsperrur í dag!

Við ræddum það aðeins í síðustu færslu að það er vita vonlaust að taka sjálfsmynd þegar maður er nýbúin að hlaupa, því fólk er nú ekki frítt, svona rautt og þrútið.

Það sama gildir á djamminu. Það er vonlaust að taka sjálfsmynd… og hvað þá að reyna að hafa e-ð ákveðið í bakgrunni á sama tíma.

2014-08-23 02.06.04 2014-08-23 02.08.24 2014-08-23 02.08.30

2014-08-23 13.48.29Annað hvort vantar hausa á fólk, myndin er yfirlýst eða úr fókus… Eða allt þetta á einni mynd!2014-08-23 02.06.01Það væri líklegast ekki hægt að nota þessar myndir í lögreglumálum, hvorki sem fjarvistarsönnun né vitnisburð.

Við virkum sem einslags grúppíur þegar þetta band frá Odense spilar og fáum mikið hrós fyrir. Samt harðneita þeir núorðið að spila afmælissönginn fyrir Ágústu. Hættu því þegar við báðum um hann í 3ja skiptið á nokkurra mánaða fresti. Þá fannst þeim þetta ekki fyndið lengur. Í gær stóð Tinna með tárin í augunum upp á sviðinu: „já en hún á afmæli…“ „jú, alltaf einu sinni á ári…“ En þeir sögðu NEI, sögðust ekki ganga í þessa gildru oftar.
2014-08-23 02.03.19-1

Því máttum við láta okkur nægja að synga hástöfum með Dylan slögurum og bananalögum. Vinkonur mínar eru með svo góð lungu.

2014-08-23 13.49.35 2014-08-23 14.23.44

En toppurinn á poppinu var samt að hitta Hans hátign, prins William, hertoga af Cambridge!!! Það koma nú mörg celeb á Penny en engin hefur verið jafn mikið celeb og prinsinn. Hann var alls óviðbúinn þessari skyndilegu athygli á Sönderjyska sveitapöbbnum en leyfði okkur þó að mynda hann og okkur bak og fyrir. Þessar 2 voru siðsamlegastar.

Ohhh þetta var svo gott og kærkomið djamm.

Nú er ég aðeins með panódíl í maganum og því algjörlega tilbúin í krakkaafmæli með tilheyrandi kökum og kóki.

Megiði eiga jafn góða helgi og ég.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *