Þessi flóknu stjórnmál…

I Rema 1000 d. 16. september 2011, dagen efter valget; To unge medarbejder har en rolig dag og sludrer ved kassen. Jeg kommer ind og hører efterfølgende:

Hun: „stemte du til det der valg i går?“

Han: „ja, mine forældre sagde at det skulle man, men jeg har ikke nogen forstand på det så jeg anede ikke hvad jeg skulle stemme -gjord bare noget…“

Hun: „ja, jeg viste det heller ikke så jeg tog bare til skolen og ind i det der rum med en seddel og bare øhhh… anede ikke hvad jeg skulle. Så jeg sætte bare kryds ved Socialdemokraterne da de må har noget med det sociale at gøre… eller hvad ved jeg?“

Han: „ja nemlig, det gjor jeg osse“

—————————————————————————————————-

Þetta er tekið úr gamalli bloggfærslu árið 2011. Held að ég hafi skrifað þetta á dönsku til að koma þessu sem best til skila. En gróflega þýðir þetta að ég fór inn í búð daginn eftir kosningarnar árið 2011. Þar sátu tvö ungmenni við kassana og voru að spjalla. Þau höfðu verið að kjósa í fyrsta skipti. Þau kusu bæði Socialdemokratana því þeir hlutu að hafa eitthvað með það „félagslega“ að gera…

Nú eru aftur að koma kosningar.

Enn hefur ekkert kosningarspjald „fokið“ inn í garðinn minn þrátt fyrir ófremdarveður. Samt hefur mestmegnis af þvottinum sem hengdur var út um miðjan dag í gær, fokið á haf út.

Ég hef svona verið að ganga og hjóla um bæinn undanfarna daga og velt fyrir mér hvaða spjald mig langi mest í.

IMG_2493Kannist þið við kauða? Þann efri. Hann Stefán Litla Smið. Hann hefur komið fyrir í um það bil átta bloggfærslum hjá mér. Var afskaplega vinsælt viðfangsefni þegar hann hélt til í svefnherberginu mínum hér um árið (hérna).2013-12-18 19.33.28 Umkringdur heilögu ljósi (hérna).2013-12-19 19.16.05

Hann er með þeim myndarlegri pólitíkusum. Á skilið svo sem eitt stig, ef ég nú mætti kjósa. Reyndar hefur hann fengið samkeppni frá Benna Englabretti í þessum kosningum. Nema Benni tapar sjálfkrafa því hann er með gleraugu. Er ekki hrifin af gleraugum í andliti á svona strákum, nema sólgleraugum. Og Fúsa þegar hann er með gleraugu. En hann vinnur líka á skrifstofu með teppi á gólfinu og rimlagluggatjöld fyrir stórum gluggunum. Hann er líka með um það bil þrjá tölvuskjái fyrir framan sig og tvo síma. Hann talar örsjaldan við fólk í vinnunni. Hann er nörd og ber því gleraugun vel.

Í dag las ég viðtal í Ekstra blaðinu við fræga unga konu sem hefur hugsað sér að kjósa í ár. Ég þýddi það yfir á íslensku: (allt innan sviga er mitt eigið til útskýringar fyrir ykkur)

Þessvegna kýs Paradís-Pernille…

Hvað kýs fræga fólkið og afhverju?

Sumir halda spilunum þétt að sér og vilja ekki uppljóstra sínum stjórnmálaskoðunum, á meðan aðrir eru eins og opin bók  og eru viljugir til at deila skoðunum sínum og viðhorfum með öðrum og gera tilraun til að draga aðdáendur sína með sér í annað hvort rauða eða bláa dilka.

Pernille Nygaard, sem er fræg fyrir þátttöku sína í Paradise Hotel 2012 (raunveruleikaþættir þar sem þátttakendur hafa greindarvísitölu á við froska), vill hafa fólk við stjórnvölin sem leggur áherslu á þyngri dóma. Sérstaklega fyrir nauðganir.

-Ég kaus ekki síðast. Þá skipti þetta mig ekki svo miklu máli. En ég hef hugsað mér að kjósa núna. Nú er komin tími á breytingar, segir hin 24 ára gamla Pernille.

-Hvern ætlarðu að kjósa?

-Ég ætla að kjósa… Hver er aftur Martin Lidegaard? Ég ætla að kjósa Radikale Venstre (rauður flokkur sem situr núna í ríkistjórn með Socialdemokrötunum sem eru líka rauðir), segir Pernille við Ekstra Bladet.

-Hversvegna?

-Hann virkar mjög indæll.

-Hvaða málefni er mikilvægast í kosningunum núna?

-Það mikilvægasta er… Já, hvað í fjandanum er það eiginlega? Það er svona hlutir eins og fjármál. En mér finnst að maður ætti að leggja áherslu á refsiramma, afþví að það er hræðilegt að fólk geti nauðgað og drepið annað fólk og bara fengið væga refsingu. Það opinbera verður að fara að vakna.

-Hefurðu kynnt þér hvort Radikale Venstre ætlar að leggja áherslu á þyngri refsingar?

-Já, eða ég veit að Radikale Venstre eru sósíalistar og þeir eru einhvernveginn þannig að þeir leggja virkilega mikla áherslu á félagslegt samfélag og vilja að samfélagið verði betra. Og því er ég bara sammála. Samfélagið er í molum og búið að vera þannig í langan tíma. Kannski varð það svona eftir að Helle (Thorning-Schmidt, núverandi forsætisráðherra) tók við völdum. Ég veit það ekki. Sko, hún er alveg indæl, en hún er líka kona. Og það eru margir sem eru á móti konum –það eru margir sem eru „kven-kynþáttahatarar“ (kvinde-racister).

-Það getur verið að Martin Lidergaard geti breytt þessu. Og ef ég myndi ekki kjósa hann, þá myndi ég kjósa Anders Fogh (A.F. var síðast í danskri pólitík árið 2009 og blár).

-Veistu, að hann er ekki lengur í stjórnmálum?

-Er hann það ekki? Ég hélt að hann væri formaður Venstre (blárra, eins og Sjálfsstæðisflokkurinn á Íslandi).

-Nei, það er Lars Lökke…

-Ókeiii. Já en mér líkar vel við Lars. Ég ætla að kjósa hann eða Anders Fogh. Svo að ég set mitt atkvæði við þrjá menn. Við Lars, Anders og Martin.

-Þá gerirðu ógilt, er það ekki?

-Ókei, ég vildi að ég gæti. En þegar það kemur að þessu, þá verður það líklega Anders eða Lars sem ég kýs.

-Ókei, þannig að þú endar hjá Venstre (bláum)?

-Já.

—————————————————————————————————-

Já hún Pernille veit sínu viti… rautt og blátt… er einhver munur?

IMG_2496Þessir eru reyndar báðir rauðir inn við beinið. Kannski fjúka þeir bara báðir inn í garðinn minn í rokinu í nótt?

Ætla að slútta þessu djúpa stjórnmálabloggi með lagi frá TOTO, ekki afþví að þeir koma stjórnmálaveröld minni neitt við, heldur vegna þess að þeir voru með tónleika í bakgarðinum í kvöld. Þar sem bæði ringdi og blés á þá og tónleikagesti en samkvæmt facebook var samt mjög gaman.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *