Skilgreining á orðinu „langrækni“.

Við skulum aðeins skilgreina orðið langrækni. 

Aldis 005 FB ©Patricio Soto

Við vorum að horfa á RÚV og í einu auglýsingahléinu voru tónleikar með Stuðmönnum auglýstir. Ég sagðist vera til í að fara á þessa tónleika. Hann sagðist ekki hafa áhuga. Í alvöru? Öll gömlu góðu lögin? Nei, hann sagði að honum fyndist Stuðmenn ekkert skemmtilegir. Ekki einu sinni lögin í Með allt á hreinu. 

Hvernig er hægt að fíla ekki lögin í Með allt á hreinu??? 

Ég gekk á hann, það hlaut að vera einhver ástæða. Og jú, það var ástæða.

Minn elskulegi er eins og þið vitið, mikið mikið eldri en ég. Hann fór á ALLAR Atlavíkurhátíðirnar á níundaáratugnum.

Á einni hátíðinni var hann staddur baksviðs í VIP herberginu. Eitthvað sinnaðist honum við Stuðmenn og vildu þeir að hann færi út. En Sigfús var ekki á þeim buxunum. Upphófust orðastimpingar á milli hans og þeirra og þar sem þeir voru í mikilli fleirtölu virtist þetta tapaður slagur fyrir minn mann. Þangað til bassaleikarinn í Grýlunum kom, tók utan um hann og sagði Stuðmönnum að halda sig fjarri. Hún gaf honum svo landa í kók. Þetta hefur líklega verið árið ´82. Ég var 7 ára.

Þessvegna er Fúsi minn ekki að fara á tónleika með Stuðmönnum.

Þessi elska.


Aldis 047 FB ©Patricio Soto

Báðar myndirnar eru „kroppaðar“ út úr stærri myndum sem Pato tók.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *