Syngidí syng.

 

Þessi eilífi söngur í samfélaginu er smitandi – svei mér þá. 
Samsöngurinn á morgnana, samsöngurinn á föstudagskvöldum, Helgi Björns á laugardagskvöldunum og öll samansuðuðu söngmyndböndin.

Ég er búin að venja mig á að synga á leiðinni í og úr vinnu. Ég næ einu lagi í hverri ferð. Nema á miðvikudaginn síðasta, þá náði ég fjórum lögum því að ég gleymdi veskinu mínu heima og öppgötvaði það ekki fyrr en ég var að labba inn á sjúkrahúsið. Ég þurfti því að hjóla heim aftur og sækja það. 

Stundum syng ég Helga Björns, stundum Nýdönsk, Jónas Sig, Mugison, stundum eitthvað eftir Tómas Guðmundsson eða Leonard Cohen. Eða bara það sem mér dettur í hug. Fyrsta lagið sem ég söng, var Stál og hnífur á fullu tungli og með Venus í öllu sínu veldi á hægri hönd. Þá var ég á leið heim eftir kvöldvakt og hafði ekki sungið Stál og hníf í mörg ár.

Annars hefur það aldrei verið mín sterka hlið að muna texta og þá syng ég bara lalala við lögin. Eða eitthvað frumsamið. Um daginn samdi ég svo skemmtilegt lag að ég labbaði skælbrosandi inn á sjúkrahúsið. En um leið og ég fór og sótti mér vinnuföt, gleymdi ég textanum. Ég get greinilega ekki bæði munað fatastærðirnar mínar og texta á sama tíma.

Í morgun þegar ég hjólaði á hraða eldingar í vinnuna, hægði ég á mér eitt augnablik og smellti mynd af þessu fallega tré um leið og ég söng Ég leitaði blárra blóma

3 Responses to “Syngidí syng.

  • Margret
    4 ár ago

    Það er gott að syngja,jafnvel bara raula ef maður getur ekki annað . En það er ekki hægt að vera í vondu skapi meðan maður syngur ( raular) . Og áhrifin endast býsna lengi. En þetta fallega tré, er það eplatré ? Kær kveðja með þökk fyrir pistilinn ?????

    • Það er einmitt málið. Það er ekki hægt að vera í vondu skapi þegar söngur er annars vegar.
      Þetta er risastórt kirsuberjatré við fjölbýlishús rétt hjá sjúkrahúsinu 🙂

  • Margret
    4 ár ago

    Öll þessi spurningamerki sluppu með. Þú þykist ekki sjá þau !
    Kv. M

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *