Tréð

Ég er engin sérstök skógartýpa. Ekki það að ég hafi e-ð á móti skógum, allsekki, en Amazon skógurinn yrði ekki efstur á óskalistanum ef ég ætlaði að færa mig um set. Samt finnst mér tré falleg… svo lengi sem þau byrgja ekki fyrir mér útsýnið. Í það minnsta ekki of lengi í einu.

Í grannagarðinum er hið fallegasta og stærsta birkitré sem ég þekki. Og þetta er eitt af 3 trjám sem mega vera þarna í friði og byrgja útsýnið fyrir grönnunum. Allan veturinn elska ég þetta tré. En þegar vorar fer birkið að blómstra og síðan molna blómin og þá falla fræin. Ef við höfum glugga opin þá gerist þetta…

2013-09-30 21.06.32

Þetta slæst ég við allt sumarið… innum alla glugga! Og ég tuða og tuða í hljóði og þarf að minna mig stíft á að þetta tré aðskilur grannana og mig.

Þegar haustar gulna laufin og falla… þau fara sem betur fer ekki inn í hús en ég sópa líklega tugi kílóa upp hringin í kringum húsið í nokkrar vikur.

2013-09-28 13.50.32

Það er samt ekkert svo slæmt… veðrið er oftast gott og fínt að dunda sér úti.

Og svo kemur veturinn aftur og þá blasir fallega gráa tréð við mér aftur í öllu sínu veldi.

75743_1646116426312_3088165_n

Hvernig er hægt annað en að elska þetta tré?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *