Húsbóndinn shoppar föt…

Hjónbandið gengur þrusuvel þessa dagana…

T.d. í gær eldaði húsbóndinn súpu á meðan ég sat settleg í sófanum og las bók. Í minni hjónabandsuppskrift á alltaf að láta makann smakka og kallaði ég þess vegna inn í eldhús: „Mundu að láta mig smakka…“. Hann kemur síðan með fulla matskeið af rjúkandi súpu og blæs á hana með stút á vörunum. Ég ákvað að gera mig getnaðarlega, hálfloka augunum, halla höfðinu aftur, opna munninn og sting tungunni út. Og bóndinn hellir fullri matskeið af brennheitri súpunni beint ofan í kokið á mér! Ég vissi ekki hvert ég ætlaði!!! Hafiði prófað að brenna ykkur íllilega á tungunni og fundist það óþægilegt, þá skuluð þið ekki prófa kokbruna! Hann er hryllingur. Ég fór beint upp á gjörgæsludeild, lét kalla út hálslæknana og heimtaði magasondu. Fúsi vildi meina að hann kveikti í mér…

Í dag sendi hann sms þegar við vorum bæði í vinnunni: „Date? Með ískaffi?“. Þarna átti að bæta fyrir skaðann og kæla mig niður, eða slökkva bara í mér. Ég samþykkti og krafðist þess að date´ið yrði notað í verslunarmiðstöðinni Borginni því það þurfti að athuga gjafir fyrir komandi viku.

Mörg ykkar vita hvernig Fúsa líður í búðum og hver man ekki eftir Instagrammyndinni frá Hamburg fyrir jólin 2012…?

2012-12-23 00.01.40

Þarna var honum ekki stillt upp. Hann var bara staddur fyrir utan mátunarklefana í Monki!

Allavega, svona líður okkur oft báðum þegar við erum stödd í verslunum. Munurinn á okkur er bara sá að ég tek mig saman og held út næstum því þangað til það sem þarf að gera er gert. Fúsi lamast aftur á móti inn í búðum. Í dag dró ég hann inn í H&M því hann átti gamla inneignarnótu þar og vantaði sundbuxur. Um leið og við stigum inn, slökknaði á honum (ég skil hann alveg og mundi gera það sama ef ég gæti) og ég stjórnaði ferðinni. Þegar ég var búin að ganga 2 slaufur flissandi með hann í hælunum í mér eins og hundur og ætlaði að fara 3ju slaufuna, áttaði hann sig og fór í fílu. Ég ákvað að hann vantaði gallabuxur, fór með hann að hillunni og var eldsnögg að finna 2 buxur og ætlaði að láta hann hafa 3ju buxurnar en þá spyrnti hann við fótunum og sagði: „sko, nú er komið nóg, nú stopparðu!!!“ Á þessum tímapunkti vorum við búin að vera ca. 4 mínútur inn í búðinni. Ég sagði honum að ég ætlaði ekki að vera einhver senditík úr mátunarklefanum og að það væri ekki eins og hann þyrfti sjálfur að ganga frá þessu.

Þá voru það sundbuxurnar… Ég benti honum á þær og spurði: „sérðu e-ð sem þér líst vel á vinur?“

Vinurinn: „NEI! þetta er aaaalltof stórt, ég máta bara gallabuxurnar…“

2014-06-20 16.26.21-1

Ég benti honum varlega á að það fremsta væri XL en það þýddi ekki að allt væri XL. Hann sagðist ekki vera fæddur í gær…

Á leið í mátunarklefann benti ég honum á boli og sagði: „þessir bolir eru alveg töff og á útsölu“

Hann: „NEI, NÚ GET ÉG EKKI MEIRA… MÉR ER BYRJAÐ AÐ KLÆJA!!!“

Vá viðkvæmnin maður…

Hjá mátunarklefanum skánaði ekki ástandið. Hann hélt að búðarstelpan ætlaði að banna sér að fara inn og taka af sér fötin þegar hún vildi bara telja og láta hann hafa spjald.

Inn í klefanum barðist hann hetjulegum bardaga við of þröngar buxur, of víðar buxur, of stuttar buxur og of síðar buxur. Honum fannst plássið ekki mikið og skildi ekki afhverju ég þurfti að vera inni líka… „Fúsi minn, til að taka mynd… það er ekki á hverjum degi sem þú ferð að shoppa föt“.

„Dagný Sylvía, þú tekur ekki mynd af mér á brókinni!!!“ sagði hann reiður á svipinn.

2014-06-20 16.31.37

 

Ég: „nei nei elskan mín… dytti það ekki í hug… er bara mest að taka mynd af sjálfri mér…“

2014-06-20 16.35.46

Þegar við komum heim, þurftum við bæði að leggja okkur eftir tæpar 20 mínútur í Hennes og Mauritz.

 

Trackbacks & Pings

  • Af Sörubakstri með rommi – Alrúnarblogg :

    […] var bara bull, eins og svo margt annað sem ég læt út úr mér svona dagsdaglega. T.d. eins og þessi gamla færsla um verslunarferð í H&M, auðvitað teymdi ég hann ekki í slaufur um alla búð, hefði […]

    6 ár ago

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *