Ég á stúdentabarn!

Þvílíkur dagur! Þvílík UPPLIFUN!

Stúdentsprófið í Danmörku er örlítið öðruvísi en á Íslandi. Aldís er búin að vera í prófum í allan júní en lokaprófið er stærst. Þau draga fag til að fara upp í. Hún dró fjölmiðlafræði, uppáhalds fagið hennar. Í morgun var svo komið að lokaprófinu. Fyrst var hóppróf en hópurinn hennar gerði stuttmynd. Síðan fékk hún spurningu (algjörlega óháða hópvinnunni) og kl.t. undirbúning. Hún fékk brot úr myndinni The Machinist og átti að greina það útfrá kenningum og aðferðum (eða e-ð svoleiðis). Kl. 10.00 var hún kölluð inn í mundlegt próf með censor.

Morguninn var öðruvísi hjá mér… glaðvaknaði kl. 4.00 og fannst eins og Aldís hefði sofið yfir sig. Æddi fram úr en sá á birtunni að klukkan var ekki margt… Sofnaði. Vaknaði aftur kl. 7.00 og hlustaði eftir Aldísi en heyrði ekki neitt… fékk sjokk… hún hafði sofið yfir sig! Gargaði og fékk svar frá henni með fullan munninn af morgunmat… hún var bara í rólegheitunum.  Get svo svarið það, ég skalf þegar ég setti á mig maskarann! kl. 9.45 fór ég í blómabúð og keypti fullt fang af blómum. Þegar ég gekk með þau út eftir götunni og að bílnum og mætti fólki í sömu erindargjörðum langaði mig til að stoppa það og tilkynna að blómin væru handa dóttur minni!!!! Mér fannst þetta alltíeinu yfirþyrmandi stórt! ÉG, litla ÉG var að kaupa blóm handa dóttur MINNI sem var alveg að verða stúdent! Hreint út sagt ótrúlegt! Kannski því að stúdentspróf hefur ekki verið efst á próflistanum hjá minni fjölskyldu. Hugsa að bílprófið sé efst. ALLIR með bílpróf… hahaha 😉 Ég sjálf var einstaklega vanþroska menntunarlega séð á unglingsárunum og fór því aðrar leiðir til að ná þangað sem ég er í dag.

Allavega, kl. 10.05 vorum við mætt niður í Menntaskólann Alssund með blómin og taugaveiklunina. Fúsi, Svala, M. Schumacher, indverska Emma, Lasse og ég. Því það er siður í DK, að taka á móti þegar barnið kemur út og fagna. Aldís kom út kl. 10.20 og var látin bíða á meðan dæmt var. Það tók örskammastund, kannski 3 mín.. greinilega báðir sammála og svo var hún kölluð inn aftur. Það var skælbrosandi og hamingjusöm stúdína sem stökk útúr skólastofunni með einkunina 10 (næst hæst, það er dæmt eftir ECTS evrópuskalanum).

IMG_7186

Við urðum svo glöð.

IMG_7177

Og yndislega indverska Emma var stolt af æskuvinkonu sinni og nágranna.

IMG_7189Hún fékk blóm og blómunum í DK fylgir alltaf lítil húfa…

IMG_7205

Aldísi kom öll þessi blóm á óvart því hún bjóst alls ekki við þessu af okkur. Við eigum það nefnilega til að klikka á dönskum venjum og hefðum… Enda ekki dönsk.

Þar sem við einnig klikkuðum algjörlega á ljósmyndastofumyndatökum þegar dæturnar voru á barnsaldri, höfum við tekið unglingsárin með trompi.  Pato tók fermingarmyndinar af Svölu við mikin fögnuð heimilisfólksins og því var hann sjálfkjörin í dag. Opinbera facebookarsíðan hans er hérna.

Á klukkutíma skaut hann og skaut með myndavélinni og rúmlega 2 tímum síðar vorum við komin með myndirnar til okkar. Mæli svo með honum í svona stúss.

Áður en ég hleypi ykkur í myndirnar vil ég þakka öllum þeim sem hafa like-að og kommenterað á myndirnar mínar tvær sem ég lagði út á facebook í dag… eruði að meina þetta??? Allar þessar hamingjuóskir??? Þetta snertir mig… TAKK!

Myndirnar voru teknar undir brúnni við Alsion og á bryggjunni á Jótlandi. Hérna koma nokkur sýnishorn:

Aldis 002 FB ©Patricio Soto Aldis 008 FB ©Patricio Soto Aldis 010 FB ©Patricio Soto Aldis 019 FB ©Patricio Soto Aldis 023 FB ©Patricio Soto Aldis 030 FB ©Patricio Soto Aldis 032 FB ©Patricio Soto Aldis 037 FB ©Patricio Soto Aldis 041 FB ©Patricio Soto Aldis 045 FB ©Patricio Soto Aldis 049 FB ©Patricio Soto2014-06-24 10.35.49Elsku Aldís Anna -enn og aftur til hamingju með húfuna.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *