Stúdentar í kokteil kl. 8.15

Í Danmörku er stúdentinum fagnað helst í 3 vikur! Og ég er ekkert að ýkja í þetta sinn. Aldís fór í prófið á þriðjudaginn og kom heim aðfaranótt miðvikudags kl. 3.30 því það þurfti að halda upp á viðburðinn. Síðustu prófin voru í gær og því var líka fagnað. Í dag er svo stúdentarúnturinn. Þá er leigður bíll og bílstjóri og öll heimilin í bekknum heimsótt. Í gærkvöldi, 5 mínútum fyrir næturvakt byrjaði ég að undirbúa.

IMG_7210

Við vorum svo heppin að við vorum heimili nr. 2 þannig að þau ætluðu að vera hjá okkur kl. 8.15. Fullkomið… þá gat ég náð heim tímanlega eftir vaktina, týnt hundaskítinn úr garðinum og gert kokteilinn tilbúin.

IMG_7214Allt small og þá heyrðum við lætin… Þau flauta, syngja, hrópa og dansa… við sáum bílinn mjakast eftir Möllebakken og ég var að sjálfsögðu tilbúin með myndavélina þegar hann beygði inn Möllegade.

IMG_7220

Bílarnir í kring flauta líka… allir flauta í dag!

IMG_7224

Þau höfðu leigt sér hátækni bíl með þjónustu…

IMG_7226 IMG_7229

Ég var sem fyrri daginn, alveg að springja úr allskonar tilfinningum… stolti, ánægju, hamingju, spenningi og örugglega einhverju fleiru (þurfti reyndar líka að pissa). Þarna sjáið þið Aldísi ganga niður bíltröppurnar og inn í innkeyrsluna… Guðstengdi nágranninn (sem hefur nokkrum sinnum komið fyrir í blogginu mínu) kom yfir með hamingjuóskir beint frá himnum ofan. (Þið sjáið hann til hægri á neðri myndinni, hann er algjört uppáhald).

IMG_7234

Þetta er UX14, bekkurinn hennar Aldísar síðastliðin 3 ár.

IMG_7237 IMG_7238 IMG_7245

Julie, besta vinkona Aldísar úr bekknum réði sér ekki fyrir kæti.

IMG_7247Ég er frekar mikið á móti dagdrykkju svo hjá mér fengu þau aðeins tæplega 1 dl. í glasið og kom í ljós að það er aðeins einn sopi fyrir 3. bekkinga sem hafa djammað ótæpilega síðastliðið ár! Eiginlega finnst mér alveg merkilegt að þau skuli hafa staðið sig svona vel því það getur ekki verið mikið eftir af heilasellum í kollinum á þessum krökkum… og eiginlega ættu þau að senda kveðju til Guðs í gegnum nágrannann og þakka honum fyrir að þau þurfi ekki að hugsa með lifrinni! En… YOLO… er það ekki bara…?

IMG_7249 IMG_7252

Eftir 12 mínútna stopp (bílstjórinn tekur tímann) var haldið upp í bílinn og á næsta heimili…

IMG_7271

Vaskur fylgdist arfaslakur með 25 unglingum hverfa á braut.

IMG_7260

Mikið óska ég þess að þau fái yndislegan dag og mikið hlakka ég til að drösla þessari í flug á sunnudagskvöldið… Þegar við vorum búin að panta flugmiðana og orðið ljóst að flogið yrði frá Hamburg núna, þá fannst mér tilvalið tækifæri að láta Aldísi æfa sig í að keyra á þýsku hraðbrautinni… Aldís horfði á mig og spurði hvort ég héldi ekki að vikudjamm myndi ekki mælast í blóðinu? Planið er núna að hún sitji afturí!

IMG_7264 IMG_7266

Já, eins og ég sagði, vona ég að dagurinn þeirra verði sem allra skemmtilegastur og að hann haldist þurr að ofan. Þau hafa stritað í 3 ár og verða bara einu sinni á ævinni stúdent.

Ég er farin að sofa við óminn af bílflautum í Sönderborg…

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *