Ströndin

Í staðin fyrir að láta enn einn daginn líða í hita og svita, stynjandi og rymjandi heima í garðinum, startaði ég bílnum og fór með unglingana á bestu ströndina á svæðinu með símamyndavélina með mér.

2014-07-23 12.45.43

Þau komu dótinu sínu fyrir og fóru síðan beint í sjóinn. Herr Schumacher sést þarna bera við austurhafið… stundum minnir hann mig á garðyrkjumanninn hennar Gabyar í Desperate housewives þegar hann spranglar um lóðina, einungis á nærbuxunum fyrir framan fullorðnar vinkonur mínar!

2014-07-23 12.47.48

Þar sem ég var klárlega þriðja hjólið fann ég, mér minn eigin stað -í hæfilegri fjarlægð frá kossaflensi og keliríi! Enda orðin of gömul fyrir þessháttar á almanna færi. Ég hafði tekið með mér vatn í íslenskum brúsa og íslenska bók. Þótt ég láti mér sífellt dreyma um göngu upp á tinda og toppa, eða inn undir björg og kletta, aðeins í fylgd með mínum, laus við allt skvaldur og kurteisiskveðjur, þá er ströndin alveg nothæf.

2014-07-23 14.10.30

Innan um mannmergðina verður maður bara eins og maur… allir saman en samt ein og í friði, þótt maður finni nánast hitann frá sveittum og feitum þjóðverjanum sem mokkar pípuna ofan í lungun á manni. Maður þarf samt ekki að yrða á neinn, horfir ekkert og engin horfir. Ég lokaði bara, hvarf í bókina og grét þegar Karítas drap Sigmar…

2014-07-23 12.56.21Já, ég felldi tár þarna í hábjartri sólinni innan um danska og þýska kliðinn -jafnvel þótt Sigmar væri sprelllifandi, líklega kaupandi skip á Ítalíu, rétt eftir seinna stríðið. Karítas datt þetta bara í hug. Ég þurfti ekkert nesti, ég las mig sadda í Óreiðu á striga e. Kristínu M. B.

2014-07-23 14.26.32Fór í sjóinn þess á milli, flaut og kafaði í tærum öldunum, rak loks á land eins og hvalreki og las áfram.

2014-07-23 12.58.31Að sjálfsögðu sveik ég ykkur ekki, lesendur góðir! Að sjálfsögðu tók ég brjóstamynd! En hafði búbbísið ekki í fókus til að viðhalda nafnleyndinni sem ég legg mikið upp úr á blogginu. Guli fermingarkjólinn sem mér þykir svo vænt um var í staðin í fókus.

2014-07-23 14.25.44Held að væntumþykja mín stafi af allri dramatíkinni sem fylgdi honum fyrir fermingu Svölu árið 2010! Hann kostaði 199kr, hann krumpast, er gegnsær og hnökrar… og það þarf helst belti við hann… til að draga fram mittið! Þetta sem í hyllingunum er aðeins 57cm.

Þetta var fullkomin strandferð!

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *