Svona eru tónleikarnir í Mölleparken…

Hef ég einhverntíman sagt ykkur frá tónleikasvæðinu okkar í bakgarðinum? Held ekki. En langar óskaplega til að deila hrifningu minni af því með ykkur.

Ég get ómögulega munað hverjir fyrstu tónleikarnir voru og hef ekki alltaf verið með myndavélina og ég gæti ómögulega talið upp alla sem við höfum farið á og eru sumir eftirminnilegri en aðrir.

2014-08-16 07.29.17

(Sviðið er á bakvið Mölledammen og akkúrat á bakvið Gullregnið)

Árið 2008 kom Alice Cooper… hver elskaði ekki lagið Poison? Og hvaða stelpa átti ekki ilmvatnið Poison (sem hefur ekkert með Alice Cooper að gera) sem kom á markaðinn árið 1985? Held að ég hafi eignast það talsvert fyrir fermingu og ég var ekki sú eina sem var svo heppin í Barnaskólanum á Eiðum. Myndi í dag, ekki vilja stíga inn í herbergið í denn… þegar við vorum búnar að smyrja okkur duglega með varaglossi keyptum í Reykjavík og spreyja óteljandi sinnum baneitruðum þungum konuilminum frá Dior, bæði á okkur og útí loftið í litla 6 manna herberginu. Úff. Við vorum varla komnar með hár undir hendurnar!

En árið 2008, þegar Alice var auglýstur, vorum við sammála um að fara ekki, hann hlaut að vera orðin afdankaður karlfauskur sem ylli okkur bara vonbrigðum. En síðan fengum við ókeypis miða, skelltum í lás og röltum yfir.

207690_1028878120153_4807_nOg þvílík sýning! Hann olli engum vonbrigðum og skilaði sínu 100% Drap mann og annan og hengdi sig í lokalaginu í gálganum, innfluttum frá Ameríku.

Um svipað leyti kom Anastacia og aftur fengum við ókeypis miða. Fúsi harðneitaði að fara svo við mæðgur töltum tímanlega yfir götuna í grenjandi rigningu, íklæddar pollagöllunum. Þetta var áður en svæðið var endurnýjað og því bara gras fyrir framan sviðið. Svo mikið hafði ringt að grasið var orðið að drullusvaði og Anastacia lét bíða eftir sér. Stelpurnar ásamt öðrum krökkum fóru að vaða og sulla í pollinum. Einhver galsi hljóp í börnin og varð sullið kröftugra með hverri mínútunni sem leið. Sitthvoru megin við sviðið voru stórir hátalarar og fyrir framan þá öryggisverðir. Við þekkjum öll týpuna… er það ekki? Maður er ekkert að abbast upp á þá að óþörfu… svona svartklædda, krúnurakaða, úttútna að ofan og brúnaþunga. Nema hvað Svala ákveður að setja púnktinn yfir i-ið í sullinu, fer upp í brekku, hleypur svo á fullri ferð niður og stekkur af öllum krafti ofan í pollinn… beint fyrir framan öryggisvörðinn! Á sekúndubragði líktist hann keppanda í Mýrarboltanum á Ísafirði! Og þá kom Anastacia á sviðið og barnið mitt hvarf í fjöldanum…

10411076_10203850556202269_7185423093312729220_n

(þessi mynd var tekin í vor, þarna réðu niðurföllin ekki við rigningu næturinnar… 2 dögum fyrir D.A.D. tónleika).

Í gegnum tíðina höfum við heyrt ófá nöfnin… t.d. Tina Dickow sem býr á Íslandi og er gift Helga Jónssyni, ELO, Kim Larsen…

2012-08-17 20.45.39

Síðastliðin ár höfum við farið mest með okkar hákúltiveraða klúbb enda ekki slæmt þegar svona töffarar eru meðlimir!

Þetta er útivæði, hálfgerður lundur og stemmingin er alltaf góð! Og alltaf gott veður! Alltaf 😉 Við höfum líka heyrt Johnny Madsen, the Rumor said fire og fleiri.

2013-08-30 22.19.25

Svæðið er með pláss fyrir á milli 5 og 6 þúsund manns og sér pallar fyrir hjólastólafólk. Það eru 7 bareyjar, 3 útgangar og heill hellingur af klósettum.

2014-08-15 22.58.56

Sviðið býður upp á mikla möguleika, sumir velja flókna leikmynd, aðrir velja bara ljós.

2014-08-15 23.12.02

Maður getur valið að vera fyrir framan sviðið eða upp í „tröppunum“. Bæði er gott!

2014-08-15 21.22.10

Á föstudagskvöldið fórum við á tvöfalda tónleika þar sem bæði Michael Falck og Magtens Korridorer voru að spila. Við erum ekta aðdáendur Magtens Korridorer þar sem þetta eru þriðju tónleikarnir með þeim sem við förum á.

Við vorum 10 íslendingar sem mættum á tónleikana og hlutfallið var jafnt, 5 strákar og 5 stelpur. Michael Falck byrjaði. Hann er um 60tugt, dauðsexy og sjúskaður í leðurjakka. Syngur um ástina og örlögin og ég hrósaði happi fyrir að vera með heilan pakka af Kleenex í töskunni minni því okkar mjúku nútímamenn tárfelldu svo ekkert var við ráðið…

2014-08-15 21.33.37

Síðan varð ég svöng… það tekur á að hugga fullvaxna karlmenn! En mikið finnst mér þessi fæða vond. Það er bara ekkert annað í boði! Pulsa sem passar ekki í brauðið…

2012-08-17 22.03.54Johan Olsen, söngvarinn í MK, er einn af þeim mönnum sem ég myndi vilja giftast, væri ég ekki hamingjusamlega gift honum Sigfúsi mínum. Það er e-ð óútskýranlegt við hann.

Að loknum tónleikum fór ég stystu leið í vinnuna og um morguninn þegar ég fór heim ætlaði ég sömu leið heim… sem er stysta leiðin. En nei, þá var svæðið enn girt af, með himinhárri girðinu og innsigli. Allt bara látið vera því það vou aðrir tónleikar kvöldið eftir. Þetta þýddi ef rétt skyldi vera, að ég átti að fara risastóran hring í bænum… Ekki til að tala um! Ég var þreytt, blóðsykurinn í lágmarki og ekki í skapi fyrir labbitúr eftir næturvakt á Gjörinu. Það er ekki alltaf bara húllumhæ og fíflalæti í vinnunni skal ég segja ykkur þótt bloggið kunni að hljóma þannig. Ég braust í gegn af öllum kröftum.

2014-08-16 07.25.22

Þegar ég var komin í gegn, sá ég vörð vappandi um á sviðinu svo ég beygði mig. Beið eftir að hann vappaði í hvarf sem og hann gerði og þá læddist ég á tánum niður með hreyfingar líkt og Ninja.

2014-08-16 07.25.59

Virtist vera alein með ruslafötunni en vissi betur… tók nokkur heljarstökk og snúninga með og komst klakklaust til að tjörn.

2014-08-16 07.27.35

En þar var líka girt af, með 10.000 volta rafmagnsgirðingu. Alveg út í tjörn.
2014-08-16 07.28.35En ég vílaði það ekki fyrir mér, heldur bretti bara upp ermarnar og braust í gegn.

Komst klakklaust heim, fór með hundinn útí garð til að létta af sér og sofnaði í 2 tíma í hengikojunni á meðan… Þetta sumar <3

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *