Matarblogg, þriðja tilraun og nú með fitness núðlum.

Í fyrradag kom ég heim úr vinnunni með núðlupakka.IMG_9720

Og engan venjulegan skal ég segja ykkur, heldur Fitnessnúðlur frá Sænsku Fitnessgúrúunum. Mér áskotnuðust þær eftir að hafa djókað með þær á Instagram. Eiginlega sníkti ég þær út úr vinnufélögu minni en samt bara í gríni. Ég kommentaraði á mynd hjá henni og stakk upp á því að hún kæmi með núðlurétt í vinnuna og deildi honum með mér (ég reyni að fá alla til að gefa mér með sér af nestinu sínu því ég nenni ekki sjálf að taka með mér nesti). Hún kom með núðlupakka og sagði ég gæti sjálf gert núðlurétt og að ég fengi hann ókeypis ef ég bloggaði um hann. Og ég hugsaði: „enn ein tilraunin til matarbloggs“.

Matarblogg hafa ekki tekist neitt sérlega vel hjá mér. Væntanlega því ég get bara gert einn hlut í einu. Hef lengi grunað ég sé með einum of mikið testosteron í mér miðað við kyn.

Hér er fysta færslan sem átti að vera matarblogg. Ég svindlaði. Og hér er svo hin þar sem allt fór í kalda kol.

Þetta er sem sagt þriðja matarbloggið og er ég hér með búin að ákveða að hlífa ykkur við orðinu „dásamlegt“ sem virðist einkenna flest matarblogg. 

Fúsi vildi reyndar hafa soðin Bosnísk bjúgu í matinn á föstudagskvöldið … með stöppuðum kartöflum og smjöri. Ég setti hælinn í og sagði NEI.

IMG_9788

Fyrir utan að þetta eru ekki Bosnisk bjúgu, þau eru frá Kosovo Albanínu. Mér finnst ég alltaf hafa verið örlítið betri í landafræði en Fúsi.

Því urðu núðlurnar ofan á. Vinnufélagan varaði mig við. Sagði að ég yrði væntanlega hvumsa þegar ég opnaði pakkann.

IMG_9743

Og það varð ég. Hvur andskotinn? Ég hafði spurt hana hvernig bragð væri af þessu. Hún sagði mér að þetta smakkaðist eins og vatn. Ég hafði spurt hana hvað væri í þessum núðlum. Hún sagði að það væri bara vatn. Þá er nú ekki skrítið að það séu engar einustu kalóríur meðfylgjandi. Ég ákvað að prófa og vita hvort ég næði ekki þessum bannsetta aukakílói af mér á einni nóttu.

IMG_9744

Allt átti að vera hollt þetta kvöld. Alveg eins og er í tísku.

IMG_9753

IMG_9775

IMG_9758Síðan var hnúturinn leystur og þessar stórundarlegu núðlur settar á pönnuna ásamt kjúlla. Ekki var tilfinningin góð. Þetta minnti mig á þarma úr marglittu. Fúsi sagði að þetta væru geimveruþarmar. Örugglega skírskotun í Star Wars. IMG_9782

Örlítil einhversskonar rauð karrý pasta sósa til að bæta upp vatnsbragðið. Veit samt ekki hvort það var í lagi því svona sósur innihalda eiginlega alltaf sykur og allskonar óhollustu.

IMG_9784

Volla! Samt einum of mikil hollusta! Ég er ekki kanína. Ákvað því að brjóta allar reglur og hafa brauð með. Brauð er algjörlega harðbannað með öllu í hollustuheiminum. Samkvæmt lífsstílbreytingarsérfræðingum gæti maður dáið af brauði. Ef ekki dáið, þá lagst inn á sjúkrahús með slíkar raskanir að maður yrði hætt komin með slöngur bæði í nefi og hinu gatinu. Ég tók sjensinn en ekki tókst betur til en svo að ég gleymdi brauðinu í ofninum því ég var að taka myndir fyrir þetta f***ing matarblogg. Allt er þegar þrennt er -þetta var síðasta matarbloggið mitt.

Ég ætla að halda áfram að lifa mínu meðalmanneskjulífi -borga í fitness, borða brauð og hnussa yfir hinum fjölmörgu hráfæðisrjómatertum sem að keyra um koll með facebookartímalínuna mína.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *